VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku hörður ægisson skrifar 5. janúar 2017 17:32 Kaupverðið á 22 prósenta hlut nemur um 1.650 milljónum. Vísir/Anton Brink Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.650 milljónum króna, samkvæmt heimildum Vísis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Fyrir eru í hluthafahópi Kviku banka tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í síðasta mánuði á meðan félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti um sjö prósenta hlut. Kaupin voru gerð aðeins nokkrum dögum eftir að stjórnir Kviku og Virðingar höfðu undirritað viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Óvíst er hvað kaup VÍS á stórum eignarhlut í Kviku muni hafa fyrir boðaða sameiningu fjárfestingabankans og Virðingar. Miðað við kauptilboð VÍS er gert ráð fyrir að tryggingafélagið kaupi hlutabréfin í Kviku á genginu 5,4 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Vísis. Það þýðir að bankinn er metinn á ríflega sjö milljarða í viðskiptunum en í lok þriðja ársfjórðungs 2016 var eigið Kviku um 6,2 milljarðar.Uppfært kl. 18:05VÍS hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið staðfestir að hafa keypt 21,8 prósenta hlut í Kviku og nemur heildarkaupverðið um 1.655 milljónum króna. Er kaupverðið greitt að fullu með reiðufé. Seljendur á hlutum í Kviku eru Titan B ehf. (7,27%), Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%). Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, er eigandi eignarhaldsfélagsins Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, að með þessum viðskiptum eignist félagið hlut í öflugu félagi sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum. „Starfsemi tryggingafélaga byggist á tveimur meginstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Auk þess að vera gott fjárfestingatækifæri stuðla kaupin að dreifingu áhættu í eignasafni félagsins og þjóna þannig hagsmunum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði viðskiptavinir og hluthafar góðs.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.650 milljónum króna, samkvæmt heimildum Vísis. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Fyrir eru í hluthafahópi Kviku banka tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í síðasta mánuði á meðan félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti um sjö prósenta hlut. Kaupin voru gerð aðeins nokkrum dögum eftir að stjórnir Kviku og Virðingar höfðu undirritað viljayfirlýsingu í lok nóvember um að hefja undirbúning að samruna félaganna. Óvíst er hvað kaup VÍS á stórum eignarhlut í Kviku muni hafa fyrir boðaða sameiningu fjárfestingabankans og Virðingar. Miðað við kauptilboð VÍS er gert ráð fyrir að tryggingafélagið kaupi hlutabréfin í Kviku á genginu 5,4 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Vísis. Það þýðir að bankinn er metinn á ríflega sjö milljarða í viðskiptunum en í lok þriðja ársfjórðungs 2016 var eigið Kviku um 6,2 milljarðar.Uppfært kl. 18:05VÍS hefur sent tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið staðfestir að hafa keypt 21,8 prósenta hlut í Kviku og nemur heildarkaupverðið um 1.655 milljónum króna. Er kaupverðið greitt að fullu með reiðufé. Seljendur á hlutum í Kviku eru Titan B ehf. (7,27%), Ingimundur hf. (6,61%), Fagfjárfestasjóðurinn Norðurljós (5,77%), Kvika banki hf. (1,27%) og M-804 ehf. (0,92%). Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, er eigandi eignarhaldsfélagsins Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Í tilkynningu er haft eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, að með þessum viðskiptum eignist félagið hlut í öflugu félagi sem stendur frammi fyrir spennandi tækifærum. „Starfsemi tryggingafélaga byggist á tveimur meginstoðum; vátryggingastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi. Auk þess að vera gott fjárfestingatækifæri stuðla kaupin að dreifingu áhættu í eignasafni félagsins og þjóna þannig hagsmunum VÍS vel til lengri tíma. Af því njóta bæði viðskiptavinir og hluthafar góðs.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira