Innlent

Maður handtekinn vegna skemmdarverkanna á Akureyri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn spreyjaði ókvæðisorð á framhlið og suðurhlið Akureyrarkirkju.
Maðurinn spreyjaði ókvæðisorð á framhlið og suðurhlið Akureyrarkirkju. mynd/svavar alfreð jónsson
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók mann á þrítugsaldri á Akureyri í dag, grunaðan um skemmdarverk á fjórum kirkjum í bænum í fyrrinótt.

Maðurinn játaði verknaðinn við skýrslutökur og er hann talinn hafa verið einn að verki. Lögreglan telur málið úpplýst og er maðurinn nú laus úr haldi lögreglu.

Maðurinn spreyjaði ókvæðisorð á framhlið og suðurhlið Akureyrarkirkju. Þá spreyjaði hann einnig á Glerárkirkju, Hvítasunnukirkjuna og Kaþólsku kirkjuna á Akureyri.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á Akureyrarkirkju. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×