Þá hefur Haraldur Guðmundsson verið ráðinn viðskiptablaðamaður.

Haraldur er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Árósum. Hann starfaði síðast sem blaðamaður á DV en þar á undan á Fréttablaðinu og á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Við þessar breytingar hefur Hafliði Helgason, ritstjóri viðskipta- og efnahagsmála, látið af störfum. Fréttablaðið óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.