Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Silicor Materials samdi við Faxaflóahafnir um lóð á Grundartanga í apríl 2015. Vísir/aðsend Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01