Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2017 06:00 Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira