Tökur á Bollywood-draugamynd á Vestfjörðum frestast vegna handritsbreytinga og snjóleysis Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 13:50 Frá Önundarfirði. Vísir/Pjetur Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Til stóð að hefja tökur á Bollywood-mynd í Önundarfirði á Vestfjörðum í vikunni en þeim hefur verið frestað vegna þess að ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar. „Svo er allt snjólaust á Íslandi,“ segir Búi Baldvinsson hjá Hero Productions sem átti að koma að framleiðslu myndarinnar hér á landi.Greint var fyrst frá fyrirhuguðum tökum myndarinnar á vef Ríkisútvarpsins en um er að ræða hrollvekju um konu sem er andsetin íslenskum draug en inn í atburðarásin átti að fléttast mikið eldgos. Til stóð að 60 manns yrðu í um mánuð í Önundarfirði við tökur á myndinni í Holti en ekkert verður úr því í bili þar sem ákveðið var að ráðast í handritsbreytingar sem munu hafa í för með sér að fleiri leikara þarf í myndina sem og að skipuleggja frekari tæknilega úrvinnslu hennar. Kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir miklum snjó á svæðinu fyrir myndina en nú er allt autt á Vestfjörðum, líkt og annars staðar á landinu. Búi segir að fyrirhugaðar séu tökur á tveimur Bollywood-myndum til viðbótar í sumar en þær tökur gætu einnig farið fram á Vestfjörðum. Ólíkt draugamyndinni þó á að vera mikið um lit, gleði og dans, líkt og hefðbundnum Bollywood-myndum sæmir. Þeir sem ætluðu að gera draugamyndina voru hér á landi síðastliðið haust við tökur á tónlistarmyndbandi fyrir kvikmynd sem nú er í eftirvinnslu og kom Hero Productions að framleiðslu þess hér á landi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein