Usain Bolt vildi hætta eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 13:45 Usain Bolt. Vísir/AFP Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30
Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00
Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46
Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00