Guðný Halldórsdóttir vill nýjan Þingvallaveg burt úr Mosfellsdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2017 06:45 Þótt hámarkshraði í Mosfellsdal hafi verið lækkaður í 70 eftir kröfur frá íbúum er umferðin alltof mikil, segir Guðný Halldórsdóttir. vísir/gva Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði.Guðný HalldórsdóttirÍ athugasemd við nýja deiliskipulagstillögu segir Guðný nýjan veruleika kominn upp. Hún segir 98 prósent þeirra sem fara um Þingvallaveg vera ferðamenn að fara Gullna hringinn svokallaða. Stanslaus umferð hafi verið á jóladag. Fyrir fimm árum hafi ekki sála verið á ferð á þeim tíma. „Allt hófst þetta fyrir alvöru þegar vegurinn yfir Lyngdalsheiði var lagaður og betrumbættur. Þá jókst umferðin rosalega,“ skrifar Guðný. Betrumbætur á veginum um Kjósarskarð og Uxahryggi eigi eftir að auka álagið af gegnumstreymi bíla enn frekar. Hún nefnir blómlega starfsemi víða um Mosfellsdal sem muni gjalda fyrir áformuð hringtorg, undirgöng og nýja vegi innan sveitarinnar. „Hætt er við að þessi búsældarlegasti hluti sveitarinnar láti á sjá með þeim risavöxnu samgöngumannvirkjum sem fyrirhuguð eru – einungis með það í huga að liðka fyrir gegnumstreymi til Þingvalla og austur í sveitir,“ segir í bréfi Guðnýjar sem vill að frekar verði horft til vegstæðis gamla Þingvallavegarins. Hann var lagður 1890-1896 og liggur austur yfir Mosfellsheiði frá Geithálsi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45 Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal 30. janúar 2015 10:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði.Guðný HalldórsdóttirÍ athugasemd við nýja deiliskipulagstillögu segir Guðný nýjan veruleika kominn upp. Hún segir 98 prósent þeirra sem fara um Þingvallaveg vera ferðamenn að fara Gullna hringinn svokallaða. Stanslaus umferð hafi verið á jóladag. Fyrir fimm árum hafi ekki sála verið á ferð á þeim tíma. „Allt hófst þetta fyrir alvöru þegar vegurinn yfir Lyngdalsheiði var lagaður og betrumbættur. Þá jókst umferðin rosalega,“ skrifar Guðný. Betrumbætur á veginum um Kjósarskarð og Uxahryggi eigi eftir að auka álagið af gegnumstreymi bíla enn frekar. Hún nefnir blómlega starfsemi víða um Mosfellsdal sem muni gjalda fyrir áformuð hringtorg, undirgöng og nýja vegi innan sveitarinnar. „Hætt er við að þessi búsældarlegasti hluti sveitarinnar láti á sjá með þeim risavöxnu samgöngumannvirkjum sem fyrirhuguð eru – einungis með það í huga að liðka fyrir gegnumstreymi til Þingvalla og austur í sveitir,“ segir í bréfi Guðnýjar sem vill að frekar verði horft til vegstæðis gamla Þingvallavegarins. Hann var lagður 1890-1896 og liggur austur yfir Mosfellsheiði frá Geithálsi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45 Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal 30. janúar 2015 10:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45
Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal 30. janúar 2015 10:15