Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Ásdísi Rán Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 19:30 Ásdís Rán hefur komið víða við. Vísir / Skjáskot af timarit.is Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir gefur út sjálfshjálparbókina Valkyrjur, þar sem hún býður upp á góð ráð fyrir þá sem vilja móta líf sitt og búa til skýra sýn fyrir framtíðina. Ásdís er fædd árið 1979 en hefur afrekað mikið á stuttri ævi. Flestir tengja Ásdísi eflaust við fyrirsætustörf, sem hún hefur sinnt bæði hér heima og um allan heim, þá sérstaklega í Búlgaríu þar sem hún var búsett um langa hríð. Vísir ákvað að grafa aðeins í fortíð Ásdísar og finna fimm hluti sem fólk vissi hugsanlega ekki um þessa atorkusömu konu. Ásdís elskaði Barna-DV.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Áhugamál: Sætir strákar Ásdís var búsett á Höfn í Hornafirði um tíma í æsku og var dugleg við að senda efni inn í Barna-DV, hvort sem það voru sögur eða ljósmyndir. Þannig lenti hún einu sinni í þriðja sæti í ljósmyndasamkeppni í blaðinu, með skemmtilegri mynd af bróður sínum. Ásdís auglýsti einnig eftir pennavinum í Barna-DV þar sem hún sagði að eitt af áhugamálum sínum væru sætir strákar. Ásdís var öflug í boxinu.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Sá um boxþátt Í Fókus árið 2001 birtist langt viðtal við Ásdísi um nýfundinn boxáhuga. Á svipuðum tíma sá hún einnig um boxþátt á Skjáeinum og hafði gaman að. „Já, mér finnst þetta voðalega skemmtilegt. Ég ræð mér sjálf og fæ að stjórna,“ sagði Ásdís. Ásdís er ekki þekkt fyrir að gefast upp.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Framhaldsskólanemar mótmæla fegurðarsamkeppni Árið 2004 ætlaði Ásdís sér að halda fegurðarsamkeppni framhaldsskólanna. Keppninni var hins vegar mótmælt og héldu sumir framhaldsskólanemar því fram að keppnin gæti haft skaðleg áhrif á ímynd framhaldsskólastúlkna. Ásdís gafst ekki upp og hélt í staðinn fegurðarsamkeppnina Ísdrottninguna, sem var opin öllum stúlkum. Ásdís lét stór orð falla þegar ekkert varð af keppninni á milli framhaldsskólanna. „Feminístar virðast hafa horn í síðu fegurðarsamkeppna. Tísku- og módelheimurinn virðist eilíflega þurfa að eiga þetta yfir höfði sér. Sjálf er ég femínisti en mér finnst þetta afskaplega úrelt viðhorf og mér finnst að femínistar ættu að beina spjótum sínum annað. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera að setja sig upp á móti keppni sem þessari sem gerir ekkert annað en styrkja þátttakendur og veita þeim aukið sjálfstraust,“ sagði Ásdís í samtali við DV í febrúar 2004. Betur fór en á horfðist.Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Ólétt í bílslysi Fyrirsætan knáa lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún gekk með sitt þriðja barn árið 2007, en sem betur fer sakaði barnið ekki. „Þetta var hrikaleg lífsreynsla en ég þakka guði fyrir að barnið hafi sloppið,“sagði Ásdís í viðtali við Fréttablaðið um slysið. „Þegar ég rankaði við mér á sjúkrahúsinu vissi ég hvorki hvar ég var né að ég væri ófrísk.“ Glatað tækifæri?Vísir / Skjáskot af hun.is 5. Missti af tækifærinu með Bruce Willis Ásdís var spurð að því í viðtali við hun.is árið 2012 hvert vandræðalegasta atvik sem hún hefði lent í væri. Þá stóð ekki á svörunum. „Án efa þegar ég var stödd í einu kvikmyndaverinu í Hollywood en ég var eitthvað að vesenast þegar einn gaur kallar á mig hinum megin við götuna og kemur labbandi í átt að mér og byrjar að spjalla við mig (daðra) en svo fattaði ég það ekki fyrr en hann var kominn með andlitið upp að mér að þetta var Bruce Willis! Mér var alveg fáranlega brugðið og ég frostnaði totally og kom ekki upp einu almennilegu orði. Ég vissi varla hvað ég héti og stamaði upp einhverri vitleysu sem var ekki alveg að virka og frekar vandræðalegt eftir á fyrir mig! Hann var big idol hjá mér og ég hefði mjög verið til í að spóla til baka og tækla þetta öðruvísi!“ Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir gefur út sjálfshjálparbókina Valkyrjur, þar sem hún býður upp á góð ráð fyrir þá sem vilja móta líf sitt og búa til skýra sýn fyrir framtíðina. Ásdís er fædd árið 1979 en hefur afrekað mikið á stuttri ævi. Flestir tengja Ásdísi eflaust við fyrirsætustörf, sem hún hefur sinnt bæði hér heima og um allan heim, þá sérstaklega í Búlgaríu þar sem hún var búsett um langa hríð. Vísir ákvað að grafa aðeins í fortíð Ásdísar og finna fimm hluti sem fólk vissi hugsanlega ekki um þessa atorkusömu konu. Ásdís elskaði Barna-DV.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Áhugamál: Sætir strákar Ásdís var búsett á Höfn í Hornafirði um tíma í æsku og var dugleg við að senda efni inn í Barna-DV, hvort sem það voru sögur eða ljósmyndir. Þannig lenti hún einu sinni í þriðja sæti í ljósmyndasamkeppni í blaðinu, með skemmtilegri mynd af bróður sínum. Ásdís auglýsti einnig eftir pennavinum í Barna-DV þar sem hún sagði að eitt af áhugamálum sínum væru sætir strákar. Ásdís var öflug í boxinu.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Sá um boxþátt Í Fókus árið 2001 birtist langt viðtal við Ásdísi um nýfundinn boxáhuga. Á svipuðum tíma sá hún einnig um boxþátt á Skjáeinum og hafði gaman að. „Já, mér finnst þetta voðalega skemmtilegt. Ég ræð mér sjálf og fæ að stjórna,“ sagði Ásdís. Ásdís er ekki þekkt fyrir að gefast upp.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Framhaldsskólanemar mótmæla fegurðarsamkeppni Árið 2004 ætlaði Ásdís sér að halda fegurðarsamkeppni framhaldsskólanna. Keppninni var hins vegar mótmælt og héldu sumir framhaldsskólanemar því fram að keppnin gæti haft skaðleg áhrif á ímynd framhaldsskólastúlkna. Ásdís gafst ekki upp og hélt í staðinn fegurðarsamkeppnina Ísdrottninguna, sem var opin öllum stúlkum. Ásdís lét stór orð falla þegar ekkert varð af keppninni á milli framhaldsskólanna. „Feminístar virðast hafa horn í síðu fegurðarsamkeppna. Tísku- og módelheimurinn virðist eilíflega þurfa að eiga þetta yfir höfði sér. Sjálf er ég femínisti en mér finnst þetta afskaplega úrelt viðhorf og mér finnst að femínistar ættu að beina spjótum sínum annað. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera að setja sig upp á móti keppni sem þessari sem gerir ekkert annað en styrkja þátttakendur og veita þeim aukið sjálfstraust,“ sagði Ásdís í samtali við DV í febrúar 2004. Betur fór en á horfðist.Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Ólétt í bílslysi Fyrirsætan knáa lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún gekk með sitt þriðja barn árið 2007, en sem betur fer sakaði barnið ekki. „Þetta var hrikaleg lífsreynsla en ég þakka guði fyrir að barnið hafi sloppið,“sagði Ásdís í viðtali við Fréttablaðið um slysið. „Þegar ég rankaði við mér á sjúkrahúsinu vissi ég hvorki hvar ég var né að ég væri ófrísk.“ Glatað tækifæri?Vísir / Skjáskot af hun.is 5. Missti af tækifærinu með Bruce Willis Ásdís var spurð að því í viðtali við hun.is árið 2012 hvert vandræðalegasta atvik sem hún hefði lent í væri. Þá stóð ekki á svörunum. „Án efa þegar ég var stödd í einu kvikmyndaverinu í Hollywood en ég var eitthvað að vesenast þegar einn gaur kallar á mig hinum megin við götuna og kemur labbandi í átt að mér og byrjar að spjalla við mig (daðra) en svo fattaði ég það ekki fyrr en hann var kominn með andlitið upp að mér að þetta var Bruce Willis! Mér var alveg fáranlega brugðið og ég frostnaði totally og kom ekki upp einu almennilegu orði. Ég vissi varla hvað ég héti og stamaði upp einhverri vitleysu sem var ekki alveg að virka og frekar vandræðalegt eftir á fyrir mig! Hann var big idol hjá mér og ég hefði mjög verið til í að spóla til baka og tækla þetta öðruvísi!“
Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Íslandsmeistari í knattspyrnu og þrælgóð í viðskiptafrönsku. 30. nóvember 2017 19:30