Bílstjórar BSR tóku upp talstöðvarnar á ný eftir kerfishrun 1984 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir kerfishrun 1984 hafa kallað á að fyrirtækið spólaði aftur um nokkur ár í samskiptakerfi. Vísir/Stefán „Viðskiptavinirnir hafa ekki fundið fyrir þessu og bílstjórarnir ekki tapað tekjum. Við tókum bara upp gamla kerfið sem er talstöðin,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, um afleiðingar kerfishruns vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi og snjallforrit leigubílafyrirtækisins urðu fyrir barðinu á hruninu og enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum. Heimasíða BSR er ekki enn komin í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins lá niðri í viku og rúmlega mánuði síðan er kerfið ekki enn komið upp. „Appið er ekki komið upp ennþá og Reontech, fyrirtækið sem bjó til þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í síma, er að vinna í því að setja það upp að nýju og það auðvitað kostar peninga. Þetta var ekki draumurinn okkar,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Fréttablaðið en fyrirtækið lagði mikið undir við að koma upp snjallsímaforritinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að afrit hafi verið til en kerfið þurfi að stilla og setja upp á ný sem sé töluverð vinna. Þá voru góð ráð dýr og neyddust bílstjórar BSR til að taka upp gömlu talstöðvarsamskiptin, sem menn höfðu talið vera orðin barn síns tíma á snjalltækjaöldinni. „Við spóluðum aðeins aftur í tímann og fórum að nota kerfið sem notað hafði verið áratugina á undan. Það er aðeins meiri vinna að nota talstöðina. Það þreytir bæði fólkið á símanum og bílstjórana. Það er meira áreiti en að fá þetta bara í símann. En við höfum getað sinnt viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Guðmundur Börkur og er bjartsýnn á að tæknimálin verði fljótt komin í samt lag. 1984 er enn að rannsaka orsakir hins dularfulla kerfishruns sem hafði víðtæk áhrif á þúsundir viðskiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að í forgangi sé þó að koma lausnum viðskiptavina upp á ný en að gríðarlegu verki sé lokið en enn sé nóg eftir. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Morgunblaðinu á dögunum að á þriðja tug fyrirtækja hefðu sagt upp samningi sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund vefi og 23 þúsund tölvupóstnotendur væri hann hrærður yfir því hve lágt hlutfallið væri í raun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
„Viðskiptavinirnir hafa ekki fundið fyrir þessu og bílstjórarnir ekki tapað tekjum. Við tókum bara upp gamla kerfið sem er talstöðin,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, um afleiðingar kerfishruns vefhýsingarfyrirtækisins 1984 á dögunum. Vefsíða, samskiptakerfi og snjallforrit leigubílafyrirtækisins urðu fyrir barðinu á hruninu og enn sér ekki fyrir endann á þeim vandræðum. Heimasíða BSR er ekki enn komin í gagnið, tölvupóstur fyrirtækisins lá niðri í viku og rúmlega mánuði síðan er kerfið ekki enn komið upp. „Appið er ekki komið upp ennþá og Reontech, fyrirtækið sem bjó til þetta afgreiðslukerfi fyrir okkur í síma, er að vinna í því að setja það upp að nýju og það auðvitað kostar peninga. Þetta var ekki draumurinn okkar,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Fréttablaðið en fyrirtækið lagði mikið undir við að koma upp snjallsímaforritinu fyrir nokkrum árum. Hann segir að afrit hafi verið til en kerfið þurfi að stilla og setja upp á ný sem sé töluverð vinna. Þá voru góð ráð dýr og neyddust bílstjórar BSR til að taka upp gömlu talstöðvarsamskiptin, sem menn höfðu talið vera orðin barn síns tíma á snjalltækjaöldinni. „Við spóluðum aðeins aftur í tímann og fórum að nota kerfið sem notað hafði verið áratugina á undan. Það er aðeins meiri vinna að nota talstöðina. Það þreytir bæði fólkið á símanum og bílstjórana. Það er meira áreiti en að fá þetta bara í símann. En við höfum getað sinnt viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Guðmundur Börkur og er bjartsýnn á að tæknimálin verði fljótt komin í samt lag. 1984 er enn að rannsaka orsakir hins dularfulla kerfishruns sem hafði víðtæk áhrif á þúsundir viðskiptavina hýsingarfyrirtækisins. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að í forgangi sé þó að koma lausnum viðskiptavina upp á ný en að gríðarlegu verki sé lokið en enn sé nóg eftir. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Morgunblaðinu á dögunum að á þriðja tug fyrirtækja hefðu sagt upp samningi sínum við fyrirtækið, en í ljósi þess að fyrirtækið hýsti yfir sjö þúsund vefi og 23 þúsund tölvupóstnotendur væri hann hrærður yfir því hve lágt hlutfallið væri í raun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57 Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 1984 setur upp neyðartölvupóstþjónustu "Hér er bara unnið dag og nótt.“ 17. nóvember 2017 10:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44
Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri. 24. nóvember 2017 10:57
Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent