Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2017 21:00 Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira