Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Norska skipið Seabed Constructor var leigt til leitar að Minden í apríl en var stöðvað af Landhelgisgæslunni. mynd/landhelgisgæslan Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02
Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15