Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti David A. Carrillo skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. Í fyrsta lagi vefengi ég forsendurnar. Lögmæti stjórnarskrár ræðst af samþykki kjósenda. Hér voru að verki tuttugu og fimm ríkisborgarar (kosnir í fyrstu og svo skipaðir) og sömdu þeir stjórnarskrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert nokkrar breytingar á þeim. Tvær skoðanakannanir leiddu í ljós (í október 2012 og janúar 2017) að flestir svarenda voru fylgjandi því að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt. Það er til vitnis um að almenningur er hliðhollur því að samþykkt séu drögin sem fulltrúar hans sömdu. Hér felst lögmætið í þátttöku manna í ferlinu og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu ferlinu. Svo hafa sumir sagt að ferlið hafi ekki verið lýðræðislegt. Það er ekki rétt. Árið 2009 kom saman þjóðfundur um tólf hundruð manna (og voru flestir valdir af handahófi úr þjóðskrá en um hundrað voru fulltrúar stofnana) til að skilgreina þau grunngildi sem þjóðin vildi setja á oddinn. Í nóvember 2010 skipulögðu stjórnvöld svo annan þjóðfund þar sem 950 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá komu saman skilgreindu grunngildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft ritunarferli nýrrar stjórnarskrár var svo í höndum tuttugu og fimm kjörinna fulltrúa og þegar kvartanir bárust vegna fyrirkomulags kosninga til stjórnlagaþings tilnefndi Alþingi sömu einstaklinga (með einni undantekningu þó, og næsti kjörni fulltrúinn tók við). Því má segja að þar hafi verið beitt handahófsvali, beinu kjöri og tilnefningum frá Alþingi, og vitaskuld eru alþingismenn þjóðkjörnir. Hvað er ólögmætt við að Alþingi skipi þátttakendur sem einnig voru kjörnir beint?Ef nokkuð er ætti almenningur frekar að kvarta undan of miklum afskiptum stjórnvalda. Nú hefur farsælt hjónaband almennings og stjórnvalda hins vegar leitt til fæðingar nýju stjórnarskrárdraganna. Nú er Alþingi auk þess búið að veita þeim drögum þinglega meðferð. Því er alveg ljóst að stjórnarskrárdrögin eru verk almennings og kjörinna fulltrúa. Nokkrir stjórnmálamenn kvörtuðu undan því að þeir væru ekki hafðir með í ráðum. Það er ekki rétt. Alþingi var með í ráðum allan tímann. Í júní 2010 kaus Alþingi sérstaka stjórnarskrárnefnd til þess að virkja borgarana við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ferlið færðist frá nefndinni til stjórnlagaráðsins sem Alþingi setti líka á laggirnar. Þeir sem sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og skipaðir af Alþingi og þeir sömdu stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið að endurskoða þau drög og þannig standa málin í dag. Rétt er að stjórnálamönnum var haldið utan við ráðið. Hugmyndin (frábær hugmynd) var að koma á stjórnlagaþingi sem eingöngu væri byggt á þátttöku almennings. Markmiðið var að fá almenning til þess að semja sér stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir því markmiði að kalla stjórnmálamenn til leiks. Nú eru stjórnarskrárdrögin hjá Alþingi sem er búið að endurskoða þau, þannig að Alþingi á núverandi útgáfu nýju stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, þurfa tvö þing að samþykkja frumvarp til breytinga og skulu þingkosningar vera á milli þinganna. Tak gleði þína aftur, Alþingi, hlutur þinn var eigi lítill. Ef ég hefði freistað þess að skipuleggja ferli til að semja drög að nýrri stjórnarskrá hefði það ekki getað virkjað almenning betur en raun varð á í því ferli sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið megið vera stolt af því sem þið hafið þegar afrekað, Íslendingar. Nú er bara að ljúka verkefninu.Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. Í fyrsta lagi vefengi ég forsendurnar. Lögmæti stjórnarskrár ræðst af samþykki kjósenda. Hér voru að verki tuttugu og fimm ríkisborgarar (kosnir í fyrstu og svo skipaðir) og sömdu þeir stjórnarskrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert nokkrar breytingar á þeim. Tvær skoðanakannanir leiddu í ljós (í október 2012 og janúar 2017) að flestir svarenda voru fylgjandi því að stjórnarskrárdrögin yrðu samþykkt. Það er til vitnis um að almenningur er hliðhollur því að samþykkt séu drögin sem fulltrúar hans sömdu. Hér felst lögmætið í þátttöku manna í ferlinu og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu ferlinu. Svo hafa sumir sagt að ferlið hafi ekki verið lýðræðislegt. Það er ekki rétt. Árið 2009 kom saman þjóðfundur um tólf hundruð manna (og voru flestir valdir af handahófi úr þjóðskrá en um hundrað voru fulltrúar stofnana) til að skilgreina þau grunngildi sem þjóðin vildi setja á oddinn. Í nóvember 2010 skipulögðu stjórnvöld svo annan þjóðfund þar sem 950 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá komu saman skilgreindu grunngildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft ritunarferli nýrrar stjórnarskrár var svo í höndum tuttugu og fimm kjörinna fulltrúa og þegar kvartanir bárust vegna fyrirkomulags kosninga til stjórnlagaþings tilnefndi Alþingi sömu einstaklinga (með einni undantekningu þó, og næsti kjörni fulltrúinn tók við). Því má segja að þar hafi verið beitt handahófsvali, beinu kjöri og tilnefningum frá Alþingi, og vitaskuld eru alþingismenn þjóðkjörnir. Hvað er ólögmætt við að Alþingi skipi þátttakendur sem einnig voru kjörnir beint?Ef nokkuð er ætti almenningur frekar að kvarta undan of miklum afskiptum stjórnvalda. Nú hefur farsælt hjónaband almennings og stjórnvalda hins vegar leitt til fæðingar nýju stjórnarskrárdraganna. Nú er Alþingi auk þess búið að veita þeim drögum þinglega meðferð. Því er alveg ljóst að stjórnarskrárdrögin eru verk almennings og kjörinna fulltrúa. Nokkrir stjórnmálamenn kvörtuðu undan því að þeir væru ekki hafðir með í ráðum. Það er ekki rétt. Alþingi var með í ráðum allan tímann. Í júní 2010 kaus Alþingi sérstaka stjórnarskrárnefnd til þess að virkja borgarana við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ferlið færðist frá nefndinni til stjórnlagaráðsins sem Alþingi setti líka á laggirnar. Þeir sem sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og skipaðir af Alþingi og þeir sömdu stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið að endurskoða þau drög og þannig standa málin í dag. Rétt er að stjórnálamönnum var haldið utan við ráðið. Hugmyndin (frábær hugmynd) var að koma á stjórnlagaþingi sem eingöngu væri byggt á þátttöku almennings. Markmiðið var að fá almenning til þess að semja sér stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir því markmiði að kalla stjórnmálamenn til leiks. Nú eru stjórnarskrárdrögin hjá Alþingi sem er búið að endurskoða þau, þannig að Alþingi á núverandi útgáfu nýju stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, þurfa tvö þing að samþykkja frumvarp til breytinga og skulu þingkosningar vera á milli þinganna. Tak gleði þína aftur, Alþingi, hlutur þinn var eigi lítill. Ef ég hefði freistað þess að skipuleggja ferli til að semja drög að nýrri stjórnarskrá hefði það ekki getað virkjað almenning betur en raun varð á í því ferli sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið megið vera stolt af því sem þið hafið þegar afrekað, Íslendingar. Nú er bara að ljúka verkefninu.Höfundur er lagaprófessor við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar