Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:02 Ísjakar sem hafa kelfst úr Helheim-jöklinum á Grænlandi bæta við ferskvatni í hafið og hækka yfirborð sjávar. Vísir/EPA Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum. Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum.
Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30