May segir Trump hafa gert rangt með að gagnrýna borgarstjóra London Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 18:05 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór með rangt mál þegar hann gagnrýndi Saqid Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkin á Londonbrúnni á laugardagskvöld, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún hafnar kröfum um að opinberri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. Morguninn eftir árásina þar sem sjö létu lífið og 48 særðust gagnrýndi Trump borgarstjóra London á Twitter fyrir að hafa sagt borgarbúum að ekkert væri að óttast. Sleit hann þar ummæli Khan úr samhengi. Borgarstjórinn hafði sagt íbúum London að engin ástæða væri að óttast þó að lögregulið yrði fjölmennara á götum borgarinnar eftir árásina. Talsmaður Khan svaraði Trump með þeim orðum að borgarstjórinn hefði ekki tíma til að eltast við „illa upplýst“ tíst Bandaríkjaforseta. Það virtist fara öfugt ofan í Trump sem bætti enn í á Twitter. „Ömurleg afsökun hjá borgarstjóra London Sadiq Khan sem þurfti að hugsa hratt um „engin ástæða til að óttast“ yfirlýsingu sína. Fjölmiðlar eru á fullu við að selja hana!“ skrifaði forsetinn.Pathetic excuse by London Mayor Sadiq Khan who had to think fast on his "no reason to be alarmed" statement. MSM is working hard to sell it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Heimsóknin enn á dagskráMay var spurð út í þessa fordæmalausu árás forseta Bandaríkjanna á borgarstjóra í bandalagsríki sem varð fyrir hryðjuverkaárás í dag. „Ég tel að Donald Trump hafi haft á röngu að standa með það sem hann sagði um Sadiq Khan. Við höfum unnið með Sadiq Khan, flokkspólítik er sett til hliðar, við vinnum saman,“ sagði May og breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir. Khan og Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, hafa kallað eftir því að fyrirhugaðri heimsókn Trump til Bretlands verði aflýst. May sagði hins vegar að heimsóknin væri enn á dagskránni og lagði áherslu á einstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Trump skýtur aftur á borgarstjóra London Donald Trump hæðist að svörum borgarstjórans vegna gagnrýni Trump á ummæli borgarstjórans í kjölfar árásarinnar í London. 5. júní 2017 15:04