Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 19:45 Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira