Uppbótartíminn: FH komið í gang en hvað er í gangi hjá KR? | Myndbönd 6. júní 2017 11:00 Andri Rúnar Bjarnason var KR-ingum erfiður á KR-vellinum í gær. Vísir/Stefán Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp sjöttu umferðina í Pepsi-deildinni á léttum og gagnrýnum nótum. Valsmenn og Grindvíkingar komust upp að hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla um Hvítasunnuhelgina en þá fór fram sjötta umferð deildarinnar. Eftir leikina eru Stjarnan, Valur og Grindavík öll með þrettán stig á toppnum. FH-ingar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni en Garðbæingar hefðu með sigri verið tíu stigum á undan þeim. FH er þó bara í fimmta sætinu því báðir nýliðarnir eru ofar en Íslandsmeistararnir. FH-ingar komust í gang en sömu sögu er ekki hægt að segja af KR-liðinu sem tapaði á heimavelli á móti Grindavík. KR hefur aðeins unnið 2 af 6 leikjum og báðir sigurleikirnir voru á móti neðstu liðum deildarinnar. Breiðablik og Víkingur R. unnu sína leiki og komust bæði upp fyrir KR í töflunni en Vesturbæjarliðið situr í 8. sæti í landsleikjahléinu. Sigur Reykjavíkur-Víkinga á Fjölni þýðir að útlitið er farið að dökkna hjá Vesturlandsliðunum ÍA og Víkingi Ó. Liðin hafa bara náð í þrjú stig í fyrstu sex umferðunum og eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti.Vísir/StefánUmfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Valur - ÍBV 2-1FH - Stjarnan 3-0Víkingur Ó. - KA 1-4ÍA - Breiðablik 2-3KR - Grindavík 0-1Víkingur R. - Fjölnir 2-1Vísir/StefánGóð umferð fyrir ... ... FH-inga sem sýndu loksins sitt rétta andlit í sannfærandi 3-0 sigri á toppliði Stjörnunnar. FH-liðið vann ekki bara efsta liðið og skoraði þrjú mörk heldur hélt FH líka hreinu í fyrsta sinn í sumar. Heimir Guðjónsson náði að galdra fram góða gamla FH-liðið eftir vandræði í upphafi móts og þar munaði miklu um að Atli Guðnason fór á kostum eftir rólega byrjun í sumar. ... Andra Rúnar Bjarnason sem er ekkert að láta mikla umfjöllun stíga sér til höfuðs. Fiskaði aukaspyrnuna, sem gaf honum tækifæri til að fiska vítið þar sem hann skoraði sigurmark Grindavíkur á KR-vellinum. Sex mörk í fjórum sigurleikjum Grindvíkinga í sumar. Það er líklega enginn mikilvægari fyrir sitt lið í Pepsi-deildinni. ... nýju þjálfarana Loga Ólafsson hjá Víkingi R. og Milos Milojevic hjá Breiðabliki sem unnu báðir sína leiki í sjöttu umferðinni og hafa því hvorugur tapað í fyrstu tveimur leikjum sínum á nýjum stað. Milos hefur ennfremur unnið báða leikina með Blikana og Breiðabliksliðið hefur skorað í þeim fimm mörk.Vísir/StefánSlæm umferð fyrir ... ... Willum Þór Þórsson, þjálfara KR, sem er í miklum vandræðum með liðið sitt þessa dagana. KR þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna 1. deildarlið ÍR í bikarnum í síðustu viku og hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Annað árið í röð lítur út fyrir að KR-ingar ætli að kveðja titilbaráttuna áður en þjóðhátíðardagurinn rennur upp. ... Pétur Guðmundsson, dómara, sem missti á einhvern óskiljanlegan hátt af því þegar Ivica Jovanovic var liggur við kominn samhliða Vladimir Tufegdzic þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark Víkings úr vítaspyrnu. ... varnarmenn Skagamanna sem fengu enn á ný á sig fullt af mörkum á heimavelli. Skagamenn hafa skorað átta mörk í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum en eru samt ennþá stigalausir á Akranesvellinum í sumar. Mótherjar þeirra hafa skorað fjórtán mörk í þessum fjórum leikjum og unnið þá alla.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kaplakrikavelli„Hér er dekstrað við blaðamenn. Hef vart kynnst öðru eins. Franskar, pitsur og tvær gerðir af snittum! Þetta er í alþjóðlegum klassa.“Elías Orri Njarðarson á Akranesvelli„Völlurinn sleipur.Vó. Blikar í sókn og Ingvar að taka sér stöðu í teignum og rennur síðan allt í einu á hausinn! ÍA ná að bjarga þessu en þarna hefði getað orðið mikil hætta á ferð.“Jóhann Óli Eiðsson á Valsvelli„Einar Karl með tæklingu í gegnum klofið á Punyed. Slæðir smá hendi aðeins upp. ÍBV vildu aukaspyrnu en fá ekki.“Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli„Logi Ólafsson situr pollslakur í varamannaskýlinu á meðan Bjarni Guðjónsson, nýskipaður aðstoðarþjálfari hans, sér um að standa á hliðarlínunni og gefa skipanir.“Árni Jóhannsson á KR-velli„Fyrsta færið er Grindvíkinga og er þar að verki Andri Rúnar Bjarnason. Beitir varði boltann vel en náði ekki að halda boltanum. Grindvíkingar náðu frákastinu en Beitir fékk högg a sig þurfti á aðhlynningu að halda það hefði nú verið eitthvað ef hann myndi meiðast líka.“Emil LyngVísir/ErnirHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Emil Lyng, KA 9 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki 9 Alex Freyr Hilmarsson, Víkingi R. 8 Martin Lund Pedersen, Breiðabliki 8 Darko Bulatovic, KA 8 Atli Guðnason, FH 8 Sveinn Sigurður Jóhannesson, Stjörnunni 3 Jóhann Laxdal, Stjörnunni 4 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni 4 Máni Austmann Hilmarsson, Stjörnunni 4 Alexis Egea, Víkingi Ó. 4 Hörður Ingi Gunnarsson, Víkingi Ó. 4 Alfreð Már Hjaltalín, Víkingi Ó. 4 Ingvar Þór Kale, ÍA 4 Hilmar Halldórsson, ÍA 4 Gylfi Veigar Gylfason, ÍA 4 Rashid Yussuff, ÍA 4 Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fjölni 4 Bojan Stefán Ljubicic, Fjölni 4 Igor Taskovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Andri Adolphsson, Val 4 Óskar Elías Zoega Óskarsson, ÍBV 4 Felix Örn Friðriksson, ÍBV 4Elska hvað KA og Grindavík eru að brillera í #pepsi365— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 5, 2017 Hvernig er EKKI HÆGT að vera a Sigga Lar vagninum!? #pepsi365— Orri S. Omarsson (@orrisigurdurO) June 5, 2017 Afhverju ekki að henda Svenna bara í framherjann? Það er búið að reyna nóg á danska lakkrísrörið. #Pepsi365— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 4, 2017 Er fótbolti ekki orðið galið sport þegar 4.dómari er farinn að dæma atvik 60 metra í burtu? #pepsi365 #fotboltinet— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) June 5, 2017 Er hægt að heita meira Skaganafni en Stefán Teitur Þórðarson? #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 5, 2017 Vinstri bakvörður KA er alvöru spilari #fotboltinet #pepsi365— Óskar Smári (@oskarsmari7) June 5, 2017 Andri Rúnar Bjarnason appreciation tíst. Þvílík frammistaða í Frostaskjólinu í kvöld. #pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 5, 2017 Gullmark 6. umferðarTrabant 6. umferðarAugnablik 6. umferðarLeikmaður 6. umferðar120 sekúndur 6. umferðar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45 Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd Vísir fer yfir 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gær. 29. maí 2017 11:00 Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp sjöttu umferðina í Pepsi-deildinni á léttum og gagnrýnum nótum. Valsmenn og Grindvíkingar komust upp að hlið Stjörnumanna á toppi Pepsi-deildar karla um Hvítasunnuhelgina en þá fór fram sjötta umferð deildarinnar. Eftir leikina eru Stjarnan, Valur og Grindavík öll með þrettán stig á toppnum. FH-ingar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni en Garðbæingar hefðu með sigri verið tíu stigum á undan þeim. FH er þó bara í fimmta sætinu því báðir nýliðarnir eru ofar en Íslandsmeistararnir. FH-ingar komust í gang en sömu sögu er ekki hægt að segja af KR-liðinu sem tapaði á heimavelli á móti Grindavík. KR hefur aðeins unnið 2 af 6 leikjum og báðir sigurleikirnir voru á móti neðstu liðum deildarinnar. Breiðablik og Víkingur R. unnu sína leiki og komust bæði upp fyrir KR í töflunni en Vesturbæjarliðið situr í 8. sæti í landsleikjahléinu. Sigur Reykjavíkur-Víkinga á Fjölni þýðir að útlitið er farið að dökkna hjá Vesturlandsliðunum ÍA og Víkingi Ó. Liðin hafa bara náð í þrjú stig í fyrstu sex umferðunum og eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti.Vísir/StefánUmfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Valur - ÍBV 2-1FH - Stjarnan 3-0Víkingur Ó. - KA 1-4ÍA - Breiðablik 2-3KR - Grindavík 0-1Víkingur R. - Fjölnir 2-1Vísir/StefánGóð umferð fyrir ... ... FH-inga sem sýndu loksins sitt rétta andlit í sannfærandi 3-0 sigri á toppliði Stjörnunnar. FH-liðið vann ekki bara efsta liðið og skoraði þrjú mörk heldur hélt FH líka hreinu í fyrsta sinn í sumar. Heimir Guðjónsson náði að galdra fram góða gamla FH-liðið eftir vandræði í upphafi móts og þar munaði miklu um að Atli Guðnason fór á kostum eftir rólega byrjun í sumar. ... Andra Rúnar Bjarnason sem er ekkert að láta mikla umfjöllun stíga sér til höfuðs. Fiskaði aukaspyrnuna, sem gaf honum tækifæri til að fiska vítið þar sem hann skoraði sigurmark Grindavíkur á KR-vellinum. Sex mörk í fjórum sigurleikjum Grindvíkinga í sumar. Það er líklega enginn mikilvægari fyrir sitt lið í Pepsi-deildinni. ... nýju þjálfarana Loga Ólafsson hjá Víkingi R. og Milos Milojevic hjá Breiðabliki sem unnu báðir sína leiki í sjöttu umferðinni og hafa því hvorugur tapað í fyrstu tveimur leikjum sínum á nýjum stað. Milos hefur ennfremur unnið báða leikina með Blikana og Breiðabliksliðið hefur skorað í þeim fimm mörk.Vísir/StefánSlæm umferð fyrir ... ... Willum Þór Þórsson, þjálfara KR, sem er í miklum vandræðum með liðið sitt þessa dagana. KR þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna 1. deildarlið ÍR í bikarnum í síðustu viku og hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur deildarleikjum sínum. Annað árið í röð lítur út fyrir að KR-ingar ætli að kveðja titilbaráttuna áður en þjóðhátíðardagurinn rennur upp. ... Pétur Guðmundsson, dómara, sem missti á einhvern óskiljanlegan hátt af því þegar Ivica Jovanovic var liggur við kominn samhliða Vladimir Tufegdzic þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark Víkings úr vítaspyrnu. ... varnarmenn Skagamanna sem fengu enn á ný á sig fullt af mörkum á heimavelli. Skagamenn hafa skorað átta mörk í fyrstu fjórum heimaleikjum sínum en eru samt ennþá stigalausir á Akranesvellinum í sumar. Mótherjar þeirra hafa skorað fjórtán mörk í þessum fjórum leikjum og unnið þá alla.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kaplakrikavelli„Hér er dekstrað við blaðamenn. Hef vart kynnst öðru eins. Franskar, pitsur og tvær gerðir af snittum! Þetta er í alþjóðlegum klassa.“Elías Orri Njarðarson á Akranesvelli„Völlurinn sleipur.Vó. Blikar í sókn og Ingvar að taka sér stöðu í teignum og rennur síðan allt í einu á hausinn! ÍA ná að bjarga þessu en þarna hefði getað orðið mikil hætta á ferð.“Jóhann Óli Eiðsson á Valsvelli„Einar Karl með tæklingu í gegnum klofið á Punyed. Slæðir smá hendi aðeins upp. ÍBV vildu aukaspyrnu en fá ekki.“Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli„Logi Ólafsson situr pollslakur í varamannaskýlinu á meðan Bjarni Guðjónsson, nýskipaður aðstoðarþjálfari hans, sér um að standa á hliðarlínunni og gefa skipanir.“Árni Jóhannsson á KR-velli„Fyrsta færið er Grindvíkinga og er þar að verki Andri Rúnar Bjarnason. Beitir varði boltann vel en náði ekki að halda boltanum. Grindvíkingar náðu frákastinu en Beitir fékk högg a sig þurfti á aðhlynningu að halda það hefði nú verið eitthvað ef hann myndi meiðast líka.“Emil LyngVísir/ErnirHæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Emil Lyng, KA 9 Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki 9 Alex Freyr Hilmarsson, Víkingi R. 8 Martin Lund Pedersen, Breiðabliki 8 Darko Bulatovic, KA 8 Atli Guðnason, FH 8 Sveinn Sigurður Jóhannesson, Stjörnunni 3 Jóhann Laxdal, Stjörnunni 4 Brynjar Gauti Guðjónsson, Stjörnunni 4 Máni Austmann Hilmarsson, Stjörnunni 4 Alexis Egea, Víkingi Ó. 4 Hörður Ingi Gunnarsson, Víkingi Ó. 4 Alfreð Már Hjaltalín, Víkingi Ó. 4 Ingvar Þór Kale, ÍA 4 Hilmar Halldórsson, ÍA 4 Gylfi Veigar Gylfason, ÍA 4 Rashid Yussuff, ÍA 4 Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fjölni 4 Bojan Stefán Ljubicic, Fjölni 4 Igor Taskovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Andri Adolphsson, Val 4 Óskar Elías Zoega Óskarsson, ÍBV 4 Felix Örn Friðriksson, ÍBV 4Elska hvað KA og Grindavík eru að brillera í #pepsi365— Teitur Örlygsson (@teitur11) June 5, 2017 Hvernig er EKKI HÆGT að vera a Sigga Lar vagninum!? #pepsi365— Orri S. Omarsson (@orrisigurdurO) June 5, 2017 Afhverju ekki að henda Svenna bara í framherjann? Það er búið að reyna nóg á danska lakkrísrörið. #Pepsi365— Auðunn Blöndal (@Auddib) June 4, 2017 Er fótbolti ekki orðið galið sport þegar 4.dómari er farinn að dæma atvik 60 metra í burtu? #pepsi365 #fotboltinet— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) June 5, 2017 Er hægt að heita meira Skaganafni en Stefán Teitur Þórðarson? #pepsi365— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) June 5, 2017 Vinstri bakvörður KA er alvöru spilari #fotboltinet #pepsi365— Óskar Smári (@oskarsmari7) June 5, 2017 Andri Rúnar Bjarnason appreciation tíst. Þvílík frammistaða í Frostaskjólinu í kvöld. #pepsi365— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 5, 2017 Gullmark 6. umferðarTrabant 6. umferðarAugnablik 6. umferðarLeikmaður 6. umferðar120 sekúndur 6. umferðar
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45 Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd Vísir fer yfir 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gær. 29. maí 2017 11:00 Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd Farið yfir 4. umferð Pepsi-deildar karla. 23. maí 2017 10:45
Uppbótartíminn: Gulir og glaðir Grindvíkingar | Myndbönd Vísir fer yfir 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gær. 29. maí 2017 11:00
Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30