Sport

Sá besti farinn í stríð við UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johnson ætlar ekki að þegja lengur.
Johnson ætlar ekki að þegja lengur. vísir/getty
Besti bardagamaðurinn hjá UFC pund fyrir pund, Demetrious Johnson, er búinn að fá nóg af yfirganginum í forseta UFC, Dana White, og galopnaði sig um hvað gerist á bak við tjöldin hjá sambandinu.

Johnson er einni titilvörn frá því verða sigursælasti meistarinn í sögu UFC en þrátt fyrir það virðist hann ekki njóta neinnar virðingar innan sambandsins.

Eftir því sem Johnson segir þá kemur White illa fram við hann. Er með frekju, yfirgang og hótanir. Til þessa hefur Johnson ekkert sagt en nú er mælirinn fullur.

Eftir atburði síðustu vikna við að reyna að plana næsta bardaga hans hefur Johnson fengið nóg. Hann skrifaði langt bréf um hvernig UFC kemur fram við hann. Kastar sprengju inn á skrifstofu sambandsins og er í raun kominn í stríð við vinnuveitanda sinn.

Það er margt áhugavert í bréfi Johnson og ekki síst að White hafi hótað að leggja niður fluguvigtina hjá UFC ef Johnson myndi ekki hlýða honum.

Bréfið áhugaverða má lesa hér.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×