Innlent

Sunnudagur á Þjóðhátíð: Veður yndislegt og eftirvænting í loftinu

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Brekkusöngurinn hefst klukkan 23:15 í kvöld.
Brekkusöngurinn hefst klukkan 23:15 í kvöld. Vísir/Oskar
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari 365 Miðla í Vestmannaeyjum, fangaði stemninguna í Eyjum í dag á myndum.

Dagskrá hefst klukkan níu í kvöld og brekkusöngurinn byrjar klukkan 23:15. Vísir verður með beina útsendingu frá Brekkusöngnum.

Margir nýttu daginn í að hvíla lúin bein og safna kröftum fyrir kvöldið.Vísir/Oskar
Dalurinn í dag. Búist er við miklum fjölda í brekkunni í kvöld.Vísir/Oskar
Bekkjabílar voru notaðir til að komast á milli staða til ársins 2015 þegar notkun þeirra var bönnuð.Vísir/Oskar
Veður var nokkuð gott í Eyjum í dag, hægviðri og bjart.Vísir/Oskar
Margir nýttu daginn til útivistar og göngu. Fjöldi fólks gekk Eggjarnar og upp á Blátind.Vísir/Óskar
Þessir hátíðargestir gæddu sér á frönskum og gosi.Vísir/Óskar
Hin sérstæðu hvítu hústjöld setja sterkan svip sinn á dalinn.Vísir/Óskar
Þessi vinkonuhópur tók daginn snemma og gekk um Vestmannaeyjar.Vísir/Óskar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×