Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2017 21:45 Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hjón frá Akranesi, sem eiga sumarhús á staðnum, ákváðu að hafa opið í vetur þegar þau sáu svanga ferðamennina streyma á svæðið. Frétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Já, „fish and chips" útiveitingastaður á Arnarstapa og það um vetur, þetta er eitt afsprengi ferðaþjónustunnar. Hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson byrjuðu með vagninn í júlí í fyrra og hugmyndin var að hafa opið rétt yfir sumarið en þau eiga bústað á Stapa. Þegar þau sáu ferðamannafjöldann í vetur segjast þau hafa ákveðið að opna þar sem hvergi hafi verið hægt að komast á veitingastað á svæðinu nema á Hellnum. Við sáum ekki betur en að það væri nóg að gera. „Það er reitingur,” segir Herdís. „Það er allt í lagi fyrir svona tvo gamlingja,” segir Jóhannes.Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir í Fish & Chips-vagninum á ArnarstapaStöð 2/Sigurjón Ólason.Við söluvagninn eru nokkrir útibekkir og borð. „Fólkið lætur sig hafa það að sitja hér úti þó að það sé kalt og þó að það sé snjór. En við leyfum þeim að fá teppi. Þeim finnst þetta bara spennandi og gaman að fá að borða úti,” segir Herdís. Og þorskurinn í þennan þjóðarrétt Breta gerist ekki ferskari, enda stutt niður á bryggjuna á Arnarstapa, og þau segja að Bretarnir sex sem voru nýfarnir hafi verið ánægðir. „Þeir sögðu bara: „Delicious". Svo við erum bara mjög ánægð með þetta og gaman að þessu,” segir Herdís. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, - mjög góð,” segir Jóhannes. Tengdar fréttir Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hjón frá Akranesi, sem eiga sumarhús á staðnum, ákváðu að hafa opið í vetur þegar þau sáu svanga ferðamennina streyma á svæðið. Frétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Já, „fish and chips" útiveitingastaður á Arnarstapa og það um vetur, þetta er eitt afsprengi ferðaþjónustunnar. Hjónin Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson byrjuðu með vagninn í júlí í fyrra og hugmyndin var að hafa opið rétt yfir sumarið en þau eiga bústað á Stapa. Þegar þau sáu ferðamannafjöldann í vetur segjast þau hafa ákveðið að opna þar sem hvergi hafi verið hægt að komast á veitingastað á svæðinu nema á Hellnum. Við sáum ekki betur en að það væri nóg að gera. „Það er reitingur,” segir Herdís. „Það er allt í lagi fyrir svona tvo gamlingja,” segir Jóhannes.Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir í Fish & Chips-vagninum á ArnarstapaStöð 2/Sigurjón Ólason.Við söluvagninn eru nokkrir útibekkir og borð. „Fólkið lætur sig hafa það að sitja hér úti þó að það sé kalt og þó að það sé snjór. En við leyfum þeim að fá teppi. Þeim finnst þetta bara spennandi og gaman að fá að borða úti,” segir Herdís. Og þorskurinn í þennan þjóðarrétt Breta gerist ekki ferskari, enda stutt niður á bryggjuna á Arnarstapa, og þau segja að Bretarnir sex sem voru nýfarnir hafi verið ánægðir. „Þeir sögðu bara: „Delicious". Svo við erum bara mjög ánægð með þetta og gaman að þessu,” segir Herdís. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð, - mjög góð,” segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30