Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2017 19:45 Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar. Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar.
Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira