Innlent

Terra Mitica ekki ábyrgur fyrir andláti Andra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni.
Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni.
Skemmtigarðurinn Terra Mitica á Benidorm á Spáni hefur verið sýknaður í máli Andra Freys Sveinssonar sem féll úr rússíbana í garðinum sumarið 2014 með þeim afleiðingum að hann lést.

Málið var tekið fyrir í héraðsdómstól á Alicante sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert saknæmt hafi átt sér stað í aðdraganda andláts Andra og að ekki væri hægt að færa sönnur á að einhver einn bæri ábyrgð á slysinu; ekki Terra Mitica eða starfsmenn hans, framleiðandi Inferno-rússíbanans, hvað þá Andri sjálfur.

Sjá einnig: Talið a Íslendingur hafi látist í skemmtigarði

Frá þessu er greint í spænskum miðlun en RÚV greindi frá og ræddi við föður Andra sem segir að fjölskyldan muni höfða einkamál gegn skemmtigarðinum.

Sjá einnig: Faðir Andra telur um manndráp af gáleysi að ræða en ekki slys

Faðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon, segir í samtali við RÚV að fjölskyldan hafi ekki enn fengið dóminn í hendurnar en að þau hafi frétt af niðurstöðu málsins í morgun. Eftir að þau hafi kynnt sér dóminn munu þau höfða einkamál gegn garðinum. Spænskir miðlar taka það jafnvel fram í umfjöllun sinni að fjölskyldan geti hæglega, og eigi í raun, að höfða slíkt mál gegn Terra Mitica og fara fram á skaðabætur.

Nánar má fræðast um málið hér, sem og í spænskum miðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×