Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meira máli en hreimurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 12:30 Nichole Leigh Mosty og Eliza Reid. Vísir/Vilhelm Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira