Tíu í haldi og rætt við þúsundir vitna Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. mars 2017 07:00 Fjöldi hefur lagt leið sína að þinghúsinu til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkinu á miðvikudag. vísir/epa Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira