Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Kostnaður bæjarins var um 13 milljónir við bæði verkefnin. Mynd/Garðabær Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira