Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Kostnaður bæjarins var um 13 milljónir við bæði verkefnin. Mynd/Garðabær Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira