Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 12:30 Lögregla og mótmælendur í Perú. Vísir/EPA Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus. Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus.
Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31