Kótilettan reynir við frægustu kokka heims Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2017 06:00 Hver veit nema þessir kokkar komi til með að standa við grillið á Selfossi. vísir/getty/getty/getty Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira