Kótilettan reynir við frægustu kokka heims Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2017 06:00 Hver veit nema þessir kokkar komi til með að standa við grillið á Selfossi. vísir/getty/getty/getty Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira