Kótilettan reynir við frægustu kokka heims Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2017 06:00 Hver veit nema þessir kokkar komi til með að standa við grillið á Selfossi. vísir/getty/getty/getty Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Aðstandendur fjölskylduhátíðarinnar Kótilettunnar á Selfossi hafa sett sig í samband við ofurstjörnukokkana Gordon Ramsey, Guy Fiery og Jamie Oliver um að standa við góðgerðargrillið þar sem kótilettur verða seldar til styrktar góðu málefni. Hefur þeim verið boðið gull og grænir skógar til að standa við grillið og selja kótilettur. Engin staðfesting hefur þó borist. „Við erum að reyna að fá þá en það er ekki komið endanlegt svar. Við erum að verða vondaufir um að þetta takist núna en við létum vita að það yrði gaman að fá þá þegar hátíðin verður 10 ára,“ segir Einar Björnsson, einn af forsprökkum hátíðarinnar. Hann segir að gullið og grænu skógarnir felist þó aðallega í upplifun enda sé margt að sjá og upplifa á Suðurlandinu. „Það er búið að bjóða þeim í þyrluflug, laxveiði og annað sem hér er í boði á Suðurlandinu. Það er búið að gera sitthvað til að reyna að ná þeim.“ Varla þarf að kynna þremenningana en þeir eru allir meðal frægustu sjónvarpskokka heims og sjónvarpsþættir þeirra, veitingastaðir og hlutir tengdir matreiðslu eru notaðir af milljónum á hverjum degi. Fieri er andlit Food Network og á nokkra veitingastaði. Gordon Ramsey er Íslendingum að góðu kunnur en þættir hans Hell’s Kitchen og fleiri eru gríðarlega vinsælir. Hann fékk um 60 milljónir dollara fyrir árið 2015, bara í sjónvarpstekjur. Jamie Oliver er síðan andstæða þeirra tveggja. Hugljúfur og þægilegur sjónvarpskokkur sem opnar stað með nafni sínu á Hótel Borg innan skamms. Þetta er í áttunda sinn sem Kótilettan fer fram en fyrir þremur árum byrjaði svokallað SBK styrktargrill. Hafa Jói Fel, Sigurður Ingi og fleira gott fólk staðið við grillið á þessum árum og yfirleitt safnast í um milljón. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduskemmtun sem Einar segist stoltur af. „Við vorum einu sinni með ball þar sem fjórar kynslóðir voru samankomnar að dansa. Langamman, amman, mamman og dóttirin. Nú eru Stuðmenn og Páll Óskar meðal annars þannig að þetta er fjölskylduhátíð á sterum,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira