Enski boltinn

Klopp gæti skipt um markmann gegn Swansea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Simon Mignolet.
Simon Mignolet. Vísir/Getty
Jordan Henderson verður ekki í liði Liverpool gegn Swansea á annan í jólum, en hann meiddist í jafnteflinu við Arsenal á föstudag.

Henderson fór út af eftir aðeins tíu mínútna leik á Emirates og staðfesti Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að hann yrði ekki með gegn Swansea.

Klopp sagðist ekki vita hvort hann myndi skipta um markvörð fyrir leikinn á þriðjudaginn, en annað mark Arsenal má skrifa á mistök Belgans Simon Mignolet í markinu og hann var stálheppinn að Danny Welbeck náði ekki að nýta sér önnur mistök hans og stela sigrinum fyrir Arsenal.

„Við sjáum til. Ég er ekki að ákveða byrjunarliðið á þessari stundu. Ég var ekkert búinn að hugsa um það fyrr en núna,“ sagði Klopp.

Tölfræði Mignolet er ekki góð, en í þeim 17 leikjum sem hann hefur spilað í vetur hefur hann fengið á sig 23 mörk og aðeins varið 23 skot. Hann ver því aðeins helming skotanna sem hann fær á sig. Aðeins sjö markmenn í deildinni hafa fengið á sig færri mörk, en enginn hefur varið færri skot en Belginn.

Liverpool mætir stjóralausu liði Swansea, en Paul Clement var rekinn frá félaginu í vikunni. Miðjumaðurinn Leon Britton er bráðabirgðastjóri liðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×