Að minnsta kosti 37 eru taldir af eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð á Filippseyjum í gær. Verslunarmiðstöðin sem um ræðir er í borginni Davao en haft er eftir Paolo Duterte varaborgarstjóra að engar líkur eru á að einhverjir af þeim 37 sem er saknað finnist á lífi. Flestir þeirra voru starfsmenn símavers.
„Við munum biðja fyrir þeim,” sagði Paolo sem er elsti sonur forseta Filippseyja, Rodrigo Duterte.
Eldsupptök voru í húsgagnaverslun á þriðju hæð verslunarmiðstöðvarinnar í gær. Eldurinn breiddist hratt út og náði inn á aðrar hæðir miðstöðvarinnar. Hvað olli þessi bruna er nú til rannsóknar.
Duterte forseti og dóttir hans, Sara Duterte sem er borgarstjóri Davao, létu sjá sig við verslunarmiðstöðina í gær og ræddu við syrgjandi ættingja þeirra sem saknað var.
Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga sex úr brunanum.
Stjarnan
KR