Mörg þúsund sem vitja leiða yfir jólahátíðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. desember 2017 12:15 Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar. Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar.
Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05