Guide to Iceland kaupir Bungalo Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 11:28 Xiaochen Tian, framkvæmdastýra Guide to Iceland, og Guðmundur Lúther Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Bungalo, fyrir utan höfuðstöðvar Guide to Iceland í Borgatúni 29. Fyrirtækið Guide to Iceland hefur keypt allt hlutafé fyrirtækisins Bungalo ehf. Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag, samkvæmt tilkynningu. Viðræður milli fyrirtækjanna stóðu yfir um nokkurra mánaða skeið en samkomulag um kaupin náðist nýverið. Bungalo heldur úti vefsíðunni Bungalo.com sem er sérhæft markaðstorg fyrir útleigu íslenskra sumarbústaða. Guide to Iceland starfrækir markaðstorgið Guidetoiceland.is þar sem íslenskum ferðaþjónustuaðilum gefst kostur á að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri við umheiminn. „Við hjá Bungalo erum afar ánægð með að hafa náð samkomulagi við Guide to Iceland sem hefur vaxið hratt síðustu ár. Guide to Iceland hefur mjög færa stjórnendur og starfsmenn innanborðs og ég er því sannfærður um að þessar breytingar muni stuðla að áframhaldandi vexti Bungalo,“ segir Guðmundur Lúther Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Bungalo, í tilkynningunni en hann mun áfram gegna þeirri stöðu undir nýju eignarhaldi. Xiaochen Tian, framkvæmdastýra Guide to Iceland, segist ánægð með kaupsamninginn og að hún hlakki til að styrkja Bungalo enn frekar innan Guide to Iceland samsteypunnar. „Við munum geta nýtt einstakt sumarhúsaúrval Bungalo til að bjóða viðskiptavinum Guide to Iceland hagkvæma og einstaka upplifun á Íslandi,“ segir hún. „Á sama tíma hefur skapast tækifæri til að bjóða sumarhúsaeigendum enn betri kjör og aukna möguleika til útleigu. Það eru því spennandi tímar framundan hjá báðum félögum, ásamt öllum þeim sem hyggjast nýta þessa þjónustu sér til hæginda, tekjuöflunar og yndisauka.“ Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Fyrirtækið Guide to Iceland hefur keypt allt hlutafé fyrirtækisins Bungalo ehf. Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag, samkvæmt tilkynningu. Viðræður milli fyrirtækjanna stóðu yfir um nokkurra mánaða skeið en samkomulag um kaupin náðist nýverið. Bungalo heldur úti vefsíðunni Bungalo.com sem er sérhæft markaðstorg fyrir útleigu íslenskra sumarbústaða. Guide to Iceland starfrækir markaðstorgið Guidetoiceland.is þar sem íslenskum ferðaþjónustuaðilum gefst kostur á að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri við umheiminn. „Við hjá Bungalo erum afar ánægð með að hafa náð samkomulagi við Guide to Iceland sem hefur vaxið hratt síðustu ár. Guide to Iceland hefur mjög færa stjórnendur og starfsmenn innanborðs og ég er því sannfærður um að þessar breytingar muni stuðla að áframhaldandi vexti Bungalo,“ segir Guðmundur Lúther Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Bungalo, í tilkynningunni en hann mun áfram gegna þeirri stöðu undir nýju eignarhaldi. Xiaochen Tian, framkvæmdastýra Guide to Iceland, segist ánægð með kaupsamninginn og að hún hlakki til að styrkja Bungalo enn frekar innan Guide to Iceland samsteypunnar. „Við munum geta nýtt einstakt sumarhúsaúrval Bungalo til að bjóða viðskiptavinum Guide to Iceland hagkvæma og einstaka upplifun á Íslandi,“ segir hún. „Á sama tíma hefur skapast tækifæri til að bjóða sumarhúsaeigendum enn betri kjör og aukna möguleika til útleigu. Það eru því spennandi tímar framundan hjá báðum félögum, ásamt öllum þeim sem hyggjast nýta þessa þjónustu sér til hæginda, tekjuöflunar og yndisauka.“
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira