Reykjavíkurborg skipar samninganefnd við Airbnb Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 17:44 Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. vísir/anton brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira