Fjölskyldan er hjartað Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun