Vinstri og hægri Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. október 2017 07:00 Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi. Það er hugsunin bak við norræna samfélagsmódelið: heilbrigt atvinnulíf með raunverulegri verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi þar sem virðing fyrir fólki ræður för. Þjóðfélag þar sem allar leikreglur miðast við hagsmuni fjármagnseigenda frekar en almennings, framleiðenda frekar en neytenda, fyrirtækjaeigenda frekar en verkafólks – það er ekki gott samfélag, ekki réttlátt og endar í þjófræði eins og dæmin sanna. Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar. Það er grundvallarmunur á vinstri og hægri. Það getur verið varasamt að kjósa eftir einstökum upphlaupsmálum. Við ættum líka að varast að láta hatur og heift ráða atkvæðinu. Vænlegast er að kjósa eftir grundvallarlífsviðhorfi okkar – að kjósa jafnaðarmenn ef við eru jafnaðarmenn í hjarta okkar. Það er ágætt að láta hjartað ráða för. Höfundur er í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Kosningar 2017 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi. Það er hugsunin bak við norræna samfélagsmódelið: heilbrigt atvinnulíf með raunverulegri verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi þar sem virðing fyrir fólki ræður för. Þjóðfélag þar sem allar leikreglur miðast við hagsmuni fjármagnseigenda frekar en almennings, framleiðenda frekar en neytenda, fyrirtækjaeigenda frekar en verkafólks – það er ekki gott samfélag, ekki réttlátt og endar í þjófræði eins og dæmin sanna. Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar. Það er grundvallarmunur á vinstri og hægri. Það getur verið varasamt að kjósa eftir einstökum upphlaupsmálum. Við ættum líka að varast að láta hatur og heift ráða atkvæðinu. Vænlegast er að kjósa eftir grundvallarlífsviðhorfi okkar – að kjósa jafnaðarmenn ef við eru jafnaðarmenn í hjarta okkar. Það er ágætt að láta hjartað ráða för. Höfundur er í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun