Ólafía er eins og er í 30. sætinu á Volvik -mótinu en hún lék fyrsta hringinn á -3 og annan hringinn á –1. Þessi flotta spilamennska skilar henni örugglega í gegnum niðurskurðinn á mótinu og mun okkar kona því spila bæði á laugardag og sunnudag.
Ólafía Þórunn byrjaði annan hringinn vel og var með þrjá fugla á fyrri níu holunum sem skilaði henni fimm höggum undir pari í heildina. Sú staða hefði skilað henni örugglega í gegnum niðurskurðinn en svo fór aðeins að halla að fæti.
Ólafía spilaði seinni níu holurnar fyrst á þessum hring og það gekk ekki eins vel hjá henni á holum tvö til fjögur.
Ólafía lenti nefnilega í mjög erfiðum kafla þegar hún fékk þrjá skolla í röð. Ólafía tapaði þá höggi á annarri, þriðju og fjórðu holu vallarins.
Ólafía Þórunn náði að halda haus, lék næstu fjórar holur á parinu og endaði svo með því að fá örn á lokaholunni. Ólafía lék þá par fjögur holu á tveimur höggum. Magnaður endir og Ólafía sýndi mikinn andlegan styrk með því að halda sínu striki þrátt fyrir skollaþrennuna.
Ólafía er því á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar á mótinu sem er frábær frammistaða og mikið gleðiefni fyrir okkar konur sem hefur ekki verið að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu mótum.
Klárum þetta bara með stæl!, örn -2 á lokaholu dagsins, -4 í heildina hjá Ólafíu og örugg gegnum niðurskurðinn. https://t.co/CHio9s62Rqpic.twitter.com/2WxgxEPKxq
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 26, 2017