Lífið

Ariana Grande með skilaboð til aðdáenda: "Hatrið má ekki sigra“

Atli Ísleifsson skrifar
Ariana Grande.
Ariana Grande. Vísir/AFP
Bandaríska sönkonan Ariana Grande hyllir aðdáendur sína í skilaboðum sem hún birti á Twitter síðdegis í dag. Þar segir hún aðdáendur sína veita sér innblástur og kveðst stolt yfir því hvernig þeir hafi tekið á málum í kjölfar sprenjuárásarinnar í Manchester.

„Við látum þetta ekki sundra okkur. Við látum hatrið ekki sigra,“ segir Ariana í skilaboðunum. Hún segist ætla að snúa aftur til Manchester til að verja tíma með aðdáendum og halda styrktartónleika fyrir fórnarlömb árásarinnar og fjölskyldur þeirra.

22 létu lífið og tugir særðust, margir mjög alvarlega, í sprengjuárás hins 22 ára Salman Abedi við Manchester Arena í Manchester á mánudagskvöldið að loknum tónleikum Ariönu Grande.

Sjá má skilaboð Ariönu Grande að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.