Guðjón Valur getur orðið langelsti markakóngurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 06:00 Guðjón Valur á 38. aldursári og á mögleika á því að verða markakóngur í annað skiptið á ferlinum. Hann deilir efsta sætinu í dag. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty Handbolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn er í tvenns konar titilbaráttu í síðasta mánuði þýsku Bundesligunnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar og Guðjón Valur sjálfur er markahæsti leikmaðurinn ásamt Robert Weber hjá SC Magdeburg þegar fjórar umferðir eru eftir. Það er alls ekki algengt að menn nái slíkri tvennu í sterkustu handboltadeild heims. Marko Vujin náði því sem liðsfélagi Guðjóns hjá Kiel tímabilið 2013-14 en hann er sá eini frá því að Erhard Wunderlich afrekaði það tvö ár í röð með Gummersbach 1982 og 1983.Guðjón Valur er hér á 27. aldursári og verður þá markakóngur þýsku deildarinnar vorið 2006.Vísir/GettyFimmtán dagar eftir Það eru hins vegar tvö önnur met sem eru í skotfæri hjá Guðjóni Val nú þegar aðeins fimmtán dagar eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Á heimasíðu þýsku deildarinnar eru upplýsingar um markakónga deildarinnar undanfarin fjóra áratugi og þegar sá listi er skoðaður kemur í ljós hversu stórum áfanga Guðjón Valur gæti náð í vor. Guðjón Valur á möguleika á því að verða langelsti markakóngur þýsku deildarinnar en hann myndi bæta met Pólverjans Jerzy Klempel um næstum því þrjú ár. Guðjón Valur verður 37 ára, 10 mánaða og 2 daga gamall á lokadegi tímabilsins. Jerzy Klempel var nýorðinn 35 ára gamall þegar hann varð markakóngur þýsku deildarinnar vorið 1988 þegar hann lék með Frisch Auf Göppingen. Göppingen endaði þetta vor í sjöunda sæti en Kristján Arason og félagar í Gummersbach tóku titilinn.Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.Vísir/Getty Guðjón Valur er annar tveggja Íslendinga sem hafa náð því að verða markakóngur í þýsku deildinni en Sigurður Valur Sveinsson náði því einnig sem leikamaður Lemgo 1984-85 þegar hann skoraði 191 mark í 26 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur varð markakóngur deildarinnar vorið 2006, þá sem leikmaður Gummersbach. Guðjón skoraði þá 264 mörk eða 7,8 mörk að meðaltali í leik.Guðjón Valur Sigurðsson skorar fyrir Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyGetur slegið met Yoon Takist Guðjóni að ná í annan markakóngstitil í vor, þá líða ellefu ár á milli markakóngstitla hjá honum sem væri líka met. Það liðu mest tíu ár á milli markakóngstitla Kyung-Shin Yoon sem varð alls sjö sinnum markahæstur á árunum 1997 til 2007. Ekki eiga Guðjón og félagar eftir léttasta leikjaplanið. Löwen-liðið á nefnilega eftir leiki á móti Flensburg (2. sæti), Kiel (3. sæti), Wetzlar (6. sæti) og Melsungen (8. sæti) og það er því engin smá dagskrá eftir hjá Rhein-Neckar Löwen.Úrslitaleikur á sunnudaginn? Það mun því reyna mikið á Guðjón og liðsfélaga hans á þessum fimmtán dögum og liðið byrjar á hálfgerðum úrslitaleik á móti Flensburg á sunnudaginn. Hann mun ráða miklu um það hvernig fer í vor enda munar bara einu stigi. Það að 38 ára gamall maður skuli vera í þessari stöðu í sterkustu deild í heimi er hins vegar enn ein sönnun þess hversu goðsagnakenndur handboltamaður Guðjón Valur Sigurðsson er. Hvort honum takist að ná þessari sögulegu tvennu kemur í ljós eftir tvær vikur en það er full ástæða til að fylgjast vel með.Vísir/Getty
Handbolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira