Handbolti

Fjölnir kominn upp í Olís-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson er lykilmaður í liði Fjölnis.
Kristján Örn Kristjánsson er lykilmaður í liði Fjölnis. vísir/stefán
Fjölnir tryggði sér í dag sæti í Olís-deild karla eftir 26-36 sigur á ungmennaliði Akureyrar fyrir norðan í dag.

Fjölnismenn hafa unnið alla 17 leiki sína í 1. deildinni í vetur og eru búnir að tryggja sér Olís-deildarsætið þegar fimm umferðir eru eftir.

Fjölnir tapaði í oddaleik í umspili um sæti í efstu deild 2015 og 2016 en liðið þarf ekki að hafa áhyggjur af umspilinu í ár.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir leikur efstu deild, fyrir utan þegar sameiginlegt lið Fjölnis og Víkings spilaði í deild þeirra bestu tímabilið 2005-06.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×