Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 21:20 Bergur Elías Ágústsson, verkefnisstjóri PCC Seaview Residences ehf. Nýja hverfið sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12