Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent