Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2017 19:45 Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira