Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:51 Bombardier er með umfangsmikla framleiðslu í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Bombardier Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier. May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna. Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira