Lofaði að gefa sparkaranum launin sín | Frábært sjónarhorn á sigurspark Eagles Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 10:30 Jake Elliott var borinn af velli í gullstól. Vísir/Getty Carson Wentz er leikstjórnandi Philadelphia Eagles í NFL-deildinni og ber mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hann gat hinsvegar lítið gert annað en horfa á í lok leiks Philadelphia Eagles og New York Giants í NFL-deildinni um síðustu helgi. Hetja liðsins var sparkarinn Jake Elliott sem tryggði Philadelphia Eagles sigurinn með því að skora vallarmark af 61 jarda færi en það er ekki á hverjum degi sem menn skora af svo löngu færi í ameríska fótboltanum. Jake Elliott er líka nýliði og það braust út gríðarlegur fögnuður hjá honum og liðsfélögunum eftir að hann skoraði vallarmarkið sem tryggði Philadelphia Eagles 27-24 sigur. Philadelphia Eagles birti á Twitter-síðu sinni myndband af aðdraganda sigursparksins en það sem gerði þetta myndband enn skemmtilegra var að Carson Wentz var með hljóðnema á sér. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan en það er frábær sjónarhorn á sigurspark Eagles.We had @cj_wentz mic'd up for #NYGvsPHI and, well, just listen for yourself. #FlyEaglesFlypic.twitter.com/jEyB1msn1o — Philadelphia Eagles (@Eagles) September 26, 2017 Carson Wentz var mjög spenntur og stressaður áður en Jake Elliott reyndi við vallarmarkið. Wentz sagði að Jake Elliott væri ofurhetja ef hann myndi skora og gekk síðan aðeins lengra og lofaði að gefa sparkaranum launum sínum í leiknum ef hann skoraði. Wentz fær 32 þúsund dollara fyrir hvern leik, 3,4 milljónir íslenskra króna, en Jake Elliott fær „aðeins“ 465 þúsund dollara allt tímabilið sem gera þá 50,3 milljónir íslenskra króna. NFL Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Carson Wentz er leikstjórnandi Philadelphia Eagles í NFL-deildinni og ber mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins. Hann gat hinsvegar lítið gert annað en horfa á í lok leiks Philadelphia Eagles og New York Giants í NFL-deildinni um síðustu helgi. Hetja liðsins var sparkarinn Jake Elliott sem tryggði Philadelphia Eagles sigurinn með því að skora vallarmark af 61 jarda færi en það er ekki á hverjum degi sem menn skora af svo löngu færi í ameríska fótboltanum. Jake Elliott er líka nýliði og það braust út gríðarlegur fögnuður hjá honum og liðsfélögunum eftir að hann skoraði vallarmarkið sem tryggði Philadelphia Eagles 27-24 sigur. Philadelphia Eagles birti á Twitter-síðu sinni myndband af aðdraganda sigursparksins en það sem gerði þetta myndband enn skemmtilegra var að Carson Wentz var með hljóðnema á sér. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan en það er frábær sjónarhorn á sigurspark Eagles.We had @cj_wentz mic'd up for #NYGvsPHI and, well, just listen for yourself. #FlyEaglesFlypic.twitter.com/jEyB1msn1o — Philadelphia Eagles (@Eagles) September 26, 2017 Carson Wentz var mjög spenntur og stressaður áður en Jake Elliott reyndi við vallarmarkið. Wentz sagði að Jake Elliott væri ofurhetja ef hann myndi skora og gekk síðan aðeins lengra og lofaði að gefa sparkaranum launum sínum í leiknum ef hann skoraði. Wentz fær 32 þúsund dollara fyrir hvern leik, 3,4 milljónir íslenskra króna, en Jake Elliott fær „aðeins“ 465 þúsund dollara allt tímabilið sem gera þá 50,3 milljónir íslenskra króna.
NFL Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Andri Lucas skoraði í kvöld „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira