Það verður að taka á þessu máli NÚNA Svavar Gestsson skrifar 27. september 2017 07:00 Talsvert er rætt um vanda sauðfjárbænda og kindakjötsframleiðslu í landinu. Hér er sagt frá stöðunni i Dalabyggð sem er ágæt mynd af stöðunni í landinu öllu. Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi í Ásgarði í Dölum lét mig hafa minnisblað um sauðfjárrækt í Dölunum; hann sagði reyndar frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Kristján Má Unnarsson. Í minnisblaði hans segir meðal annars:1. Boðuð er lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í annað sinn á tveimur árum. Haustið 2015 var meðalafurðaverð til bænda ca 600 kr. á kílóið. Haustið 2016 lækkaði verð um 10% til bænda og var 543 kr. kílóið. Haustið 2017 er enn gert ráð fyrir lækkun, nú 35% og þá verður verð til bænda 353 kr. kílóið.2. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2015 var 402 miljónir króna. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2016 var 392,6 miljónir króna. Áætlað verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2017 var 242 milljónir króna.3. Áætluð tekjulækkun frá haustinu 2015 er því 160 milljónir króna í Dalabyggð. Þar eru um 6% af allri kindakjötsframleiðslu í landinu.4. Í haust vantar 240 kr. upp á kíló til að bú standi á núlli og sá mismunur verður ekki sóttur með neinu öðru en að taka af þessum litlu launum sem bændur reikna sér eða með vinnu utan bús sem ekki er alltaf aðgengileg. Í fjárhagsgrundvelli sauðfjárbúskapar er gert ráð fyrir því að laun bóndans á mánuði séu 160 þúsund krónur. Þessi laun munu lækka við þær aðstæður sem hér blasa við. Þessar tölur þýða það að sauðfjárbændur eru í raun tekjulausir. Þeir þurfa að borga áburð, plast, olíu og önnur útgjöld af kaupinu sínu sem ekkert er. Bóndinn verður að sækja það sem á vantar til að búið standi á núlli í a) eigin fjárhag eða b) skuldasöfnun. Þessi staða kemur langverst niður á yngri bændum sem eru að jafnaði skuldugri en þeir sem eldri eru. Staðan er með öllu fráleit; fjárhagur þessa fólks stefnir í gjaldþrot. Það VERÐUR að taka á þessum málum af fullri alvöru hvað sem stjórnarfari í landinu líður. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Svavar Gestsson Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Talsvert er rætt um vanda sauðfjárbænda og kindakjötsframleiðslu í landinu. Hér er sagt frá stöðunni i Dalabyggð sem er ágæt mynd af stöðunni í landinu öllu. Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi í Ásgarði í Dölum lét mig hafa minnisblað um sauðfjárrækt í Dölunum; hann sagði reyndar frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Kristján Má Unnarsson. Í minnisblaði hans segir meðal annars:1. Boðuð er lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í annað sinn á tveimur árum. Haustið 2015 var meðalafurðaverð til bænda ca 600 kr. á kílóið. Haustið 2016 lækkaði verð um 10% til bænda og var 543 kr. kílóið. Haustið 2017 er enn gert ráð fyrir lækkun, nú 35% og þá verður verð til bænda 353 kr. kílóið.2. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2015 var 402 miljónir króna. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2016 var 392,6 miljónir króna. Áætlað verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2017 var 242 milljónir króna.3. Áætluð tekjulækkun frá haustinu 2015 er því 160 milljónir króna í Dalabyggð. Þar eru um 6% af allri kindakjötsframleiðslu í landinu.4. Í haust vantar 240 kr. upp á kíló til að bú standi á núlli og sá mismunur verður ekki sóttur með neinu öðru en að taka af þessum litlu launum sem bændur reikna sér eða með vinnu utan bús sem ekki er alltaf aðgengileg. Í fjárhagsgrundvelli sauðfjárbúskapar er gert ráð fyrir því að laun bóndans á mánuði séu 160 þúsund krónur. Þessi laun munu lækka við þær aðstæður sem hér blasa við. Þessar tölur þýða það að sauðfjárbændur eru í raun tekjulausir. Þeir þurfa að borga áburð, plast, olíu og önnur útgjöld af kaupinu sínu sem ekkert er. Bóndinn verður að sækja það sem á vantar til að búið standi á núlli í a) eigin fjárhag eða b) skuldasöfnun. Þessi staða kemur langverst niður á yngri bændum sem eru að jafnaði skuldugri en þeir sem eldri eru. Staðan er með öllu fráleit; fjárhagur þessa fólks stefnir í gjaldþrot. Það VERÐUR að taka á þessum málum af fullri alvöru hvað sem stjórnarfari í landinu líður. Höfundur er ritstjóri.
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar