Magnaður september hjá Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Harry Kane fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir þrennuna í gærkvöldi. Vísir/Getty Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Tottenham leikmaðurinn Harry Kane hefur raðað inn mörkum að undanförnu og hann var með þrennu í sigri á Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Harry Kane hefur þar með skorað 5 mörk í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum Tottenham í ár og alls 9 mörk í 5 leikjum í septembermánuði eftir að honum tókst ekki að skora í þremur leikjum í ágúst.Harry Kane completes his perfect hat-trick against APOEL: 39': Left foot 62': Right foot 67': Head Hatty Kane. pic.twitter.com/2NzzT0FQQK — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017 Kane hefur ennfremur skorað í síðustu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum því hann skoraði í síðustu tveimur leikjum Spurs í Meistaradeildinni í fyrra. Kane er samtals með 7 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á ferlinum. Kane skoraði hina svokölluðu fullkomnu þrennu í gær eða eitt mark með vinstri, eitt með hægri og loks eitt með skalla. Hann varð sjöundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Andy Cole, Mike Newell, Michael Owen, Wayne Rooney, Alan Shearer og Danny Welbeck. Ágúst er í raun eini slæmi mánuður Kane á árinu 2017 þar sem enski landsliðsframherjinn hefur skorað 34 mörk í 30 keppnisleikjum Tottenham. Enginn annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað meira á þessu ári.34 - No player has scored more goals in all competitions for a Premier League club in 2017 than Harry Kane (34). Phenomenon. pic.twitter.com/LM2QP6D7h3 — OptaJoe (@OptaJoe) September 26, 2017 Kane hefur einnig skorað tvö mörk fyrir enska landsliðið í undankeppni HM í haust. Það voru einmitt mörkin hans á móti Möltu sem kveiktu í kappanum 1. september. Alls hefur Harry Kane spilað sjö leiki í öllum keppnum með Tottenham og enska landsliðinu í þessum mánuði og hann hefur verið með tvö mörk eða fleiri í fimm þeirra. Alls eru þetta 11 mörk í 7 leikjum í september 2017. Það er ekki nóg með að Kane hafi skorað þessi 34 mörk heldur var þetta sjötta þrennan hans á árinu í gær. Sex af níu þrennum hans á ferlinum hafa þar með komið á árinu 2017.Leikir Harry Kane í september 2017 - með Tottenham og Englandi 4-1 sigur á Möltu í undankeppni HM - 2 mörk 2-1 sigur á Slóvakíu í undankeppni HM - 0 mörk 3-0 sigur á Everton í ensku deildinni - 2 mörk 3-1 sigur á Dortmund í Meistaradeildinni - 2 mörk 0-0 jafntefli við Swansea í ensku deildinni - 0 mörk 3-2 sigur á West Ham í ensku deildinni - 2 mörk 3-0 sigur á Apoel í Meistaradeildinni - 3 mörkHarry Kane's record for Spurs across all competitions in 2017: 30 games 34 goals 6 hat-tricks Not many better than that. pic.twitter.com/NKXwCkOBhF — Squawka Football (@Squawka) September 26, 2017
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira