Handbolti

Stjarnan heldur áfram að bæta við sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leó og Vilhjálmur Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, handsala samninginn.
Leó og Vilhjálmur Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, handsala samninginn. mynd/stjarnan
Karlalið Stjörnunnar í handbolta heldur áfram að bæta við sig sterkum leikmönnum en í kvöld skrifaði Leó Snær Pétursson undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið.

Leó, sem er örvhentur hornamaður, er uppalinn hjá HK og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012. Undanfarin tvö ár hefur hann spilað með Malmö í Svíþjóð.

Leó er fjórði leikmaðurinn sem Stjarnan fær til sín eftir að síðasta tímabili lauk.

Auk Leós eru landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson, unglingalandsliðsmaðurinn Aron Dagur Pálsson og markvörðurinn Lárus Gunnarsson komnir til Stjörnunnar.

Stjarnan endaði í 9. sæti Olís-deildar karla á síðasta tímabili og bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni. Ljóst er að það á að gera mun betur á næsta tímabili.


Tengdar fréttir

Bjarki Már mættur í Garðabæinn

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við Olís-deildarlið Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×