Raðirnar í Costco náðu enda á milli Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 11:50 Þó nú sé tæpur mánuður liðinn frá því að búðin opnaði troðfylla viðskiptavinir rýmið sem áður. Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla. Costco Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla.
Costco Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira