Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson tekur þátt í ferðamannagleðinni og fræðir þá um Íslendingasögurnar í stuttum og hnitmiðuðum bókum. Vísir/Stefán „Þetta er eitthvað sem ég geri í tómstundum og finnst mjög gaman,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hefur þýtt þrjár Íslendingasögur yfir á ensku. Þær eru Laxdæla, Egils saga og Njáls saga. Bókin Elves and Hidden People: Twelve Icelandic Folktales er síðan samtíningur úr þjóðsögum. Hannes segir að Laxdæla heiti The saga of Gudrun á ensku enda sé Guðrún Ósvífursdóttir aðalsögupersónan. „Ég er með þá kenningu að Laxdæla sé fórnarlamb karlaveldisins. Íslendingasögurnar heita alltaf eftir einhverjum köllum eða stöðum og ég tel til dæmis að Grænlendinga saga eigi að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur,“ segir Hannes en hann er búinn að lesa Íslendingasögurnar margoft í vinnu sinni.„Íslendingasögurnar eru svo heillandi viðfangsefni. Að draga sögurnar saman í rökréttan söguþráð og vera með þau atriði sem skipta raunverulegu máli fyrir söguþráðinn,“ segir Hannes. Vandinn sé sá að sögurnar séu of langar og með of mörgum ættartölum. „Bækurnar mínar eru fyrir þá sem vilja lesa sögurnar og vita um hvað þær snúast. Ef ég ákveð að skrifa eina bók í viðbót, því það er mikil vinna þó bækurnar séu stuttar, þá þarf að marglesa allar Íslendingasögurnar aftur og aftur, þá myndi ég skrifa Guðríðar sögu Þorbjarnardóttur upp úr Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða.“ Allar myndir eru eftir Jón Hámund og bækurnar eru gefnar út af Íslenska bókafélaginu „Vinir mínir frá útlöndum, erlendir fræðimenn, verða margir mjög hissa þegar ég segi þeim að ég hafi skrifað bók á ensku sem heiti Elves and hidden people. Þeim finnst það dularfullt og horfa svolítið skringilega á mig,“ segir Hannes. „Brennu-Njáls saga var erfiðust í samningu því hún er svo flókin og margræð, hinar voru auðveldari en allar skemmtilegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem ég geri í tómstundum og finnst mjög gaman,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hefur þýtt þrjár Íslendingasögur yfir á ensku. Þær eru Laxdæla, Egils saga og Njáls saga. Bókin Elves and Hidden People: Twelve Icelandic Folktales er síðan samtíningur úr þjóðsögum. Hannes segir að Laxdæla heiti The saga of Gudrun á ensku enda sé Guðrún Ósvífursdóttir aðalsögupersónan. „Ég er með þá kenningu að Laxdæla sé fórnarlamb karlaveldisins. Íslendingasögurnar heita alltaf eftir einhverjum köllum eða stöðum og ég tel til dæmis að Grænlendinga saga eigi að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur,“ segir Hannes en hann er búinn að lesa Íslendingasögurnar margoft í vinnu sinni.„Íslendingasögurnar eru svo heillandi viðfangsefni. Að draga sögurnar saman í rökréttan söguþráð og vera með þau atriði sem skipta raunverulegu máli fyrir söguþráðinn,“ segir Hannes. Vandinn sé sá að sögurnar séu of langar og með of mörgum ættartölum. „Bækurnar mínar eru fyrir þá sem vilja lesa sögurnar og vita um hvað þær snúast. Ef ég ákveð að skrifa eina bók í viðbót, því það er mikil vinna þó bækurnar séu stuttar, þá þarf að marglesa allar Íslendingasögurnar aftur og aftur, þá myndi ég skrifa Guðríðar sögu Þorbjarnardóttur upp úr Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða.“ Allar myndir eru eftir Jón Hámund og bækurnar eru gefnar út af Íslenska bókafélaginu „Vinir mínir frá útlöndum, erlendir fræðimenn, verða margir mjög hissa þegar ég segi þeim að ég hafi skrifað bók á ensku sem heiti Elves and hidden people. Þeim finnst það dularfullt og horfa svolítið skringilega á mig,“ segir Hannes. „Brennu-Njáls saga var erfiðust í samningu því hún er svo flókin og margræð, hinar voru auðveldari en allar skemmtilegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira