Viðskipti innlent

ISI og Sæmark buðu í fiskvinnslurisa Icelandic

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgi Anton Eiríksson, ?forstjóri ISI
Helgi Anton Eiríksson, ?forstjóri ISI
Sölufyrirtækin Iceland Seafood Inter­national (ISI), Sæmark, og þýska fiskvinnslufyrirtækið Deutsche See hafa öll boðið í Gadus, dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu. Þetta fullyrðir breski fjölmiðillinn Undercurrent News og að stjórnendur Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), eiganda Icelandic Group, séu ánægðir með þau tilboð sem bárust fyrir frestinn 17. febrúar. Meira en tíu tilboð bárust og voru þau á bilinu 35-40 milljónir evra.

Icelandic Group auglýsti Gadus til sölu 10. janúar en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum þorski og laxi. Gadus selur um 7.000 tonn af afurðum árlega og námu tekjur 2016 um ellefu milljörðum. Söluferlið er í höndum Íslandsbanka.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 


Tengdar fréttir

HB Grandi og Brim vilja ekki Gadus

Sjávarútvegsfyrirtækin HB Grandi og Brim ætla ekki að bjóða í Gadus, dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, sem nú er til sölu. Þetta staðfesta Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við breska fjölmiðilinn Under­current News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×