Erlent

Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn.
Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. Vísir/AFP
Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn til þess að draga úr þeirri miklu spennu sem nú er á Kóreuskaganum.

Utanríkisráðherra Kína, sem lengi hefur stutt við bakið á Norður Kóreu, segir, að í staðinn ættu Suður Kóreumenn og Bandaríkin að hætta hinum árlegu heræfingum í Suður Kóreu, sem reita norðanmenn svo mikið til reiði.

Tillaga Kínverja kemur örfáum dögum eftir að Norður Kórea skaut fjórum eldflaugum á loft í átt að Japanströndum. Það gerði það að verkum að Bandaríkjamenn hófu að setja upp eldflaugavarnakerfi í Suður Kóreu en kerfið er síðan mikill þyrnir í augum Kínverja sem líta á það sem ógn.


Tengdar fréttir

Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu

Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×